30.11.04
Sælir matgæðingar þessa lands...

Ég er nú reyndar búin að hafa fleiri en eitt matarboð síðan þessi síða var gerð en ég nenni ekki að rifja upp hvað ég var með þarsíðast! Eeeeeen þann 21. nóvember kom mafían saman í Kelduhvammi 10 og snæddi eftirfarandi:

Í eftirrétt gæddum við okkur á:

Til að matreiða þessi herlegheit skal versla inn satay sósu frá blue dragon og blanda í hana fullt af soja sósu, hvítlauk, smá sítrónusafa og púðursykri. Hella henni yfir kjúklingabringur í eldföstu móti og baka í ofni í ca. 40 mín. Í kús-kúsið skal blanda sítrónusafa, gúrku og tómötum. Man ekki hvað var í salatinu, bara allskonar grænmeti, graskersfræ og melóna, jú og skvetta af balsamik ediki útá. Alveg ómissandi ;)

Eftirrétturinn segir sig eiginlega bara sjálfur. Þessu er öllu dembt á pönnu og svo bara gúffar maður þessu í sig með bestu lyst.

Til þess að njóta þessa matseðils í botn er ráðlegt að hafa við höndina lítinn jólasvein til að létta mönnum lundina.

Verði ykkur ávallt að góðu, sjáumst næst.......

Kveðja Ester, yfirmafíósakokkur og Stúfur aðstoðarkokkur.




|Ester| 1:47 e.h.|
|

------