24.4.04
Uppskriftir frá M.Í. í Garðastrætinu þann 18. apríl 2004 ....

Forréttur
Já ég var með í forrétt e-ð sem Kris verður að skýra betur frá (risarækjur, spínat....)

Aðalréttur
En í aðalrétt voru pizzur:

Pizza 1:
Pepperóni, sveppir, skinka, laukur og paprika

Pizza 2:
1/2
Hvítlaukspizza

1/2
Grænt Pestó í stað tómatsósu, piparostur, fetaostur, furuhnetur og ólífur

Pizza 3:
Skinka, laukur, sveppir, papríka og tómatar

Pizza 4:
1/2
Laukur, sveppir, pepperóní, túnfiskur og salthnetur

1/2
Gullostur, piparostur, gráðostur, fetaostur - borið fram með sultu

Að sjálfsögðu var hellingur af osti á hverri pizzu.

Eftirréttur
1 peli rjómi
1 kornflexmarengs
3 bananar
1 askja jarðarber
súkkulaðirúsínur
salthnetur
Íssúkkulaðisósa

Rjóminn og brotinn marengs blandað saman og sett í skál. Jarðaberin og bananarnir skornir niður og settir ofan á. Þar ofan á koma svo salthneturnar og súkkúlaðirúsínurnar. Efst er síðan sett íssúkkulaðisósa.

Þá er það komið.....

Kveðja SHE


|she| 4:21 e.h.|
|

------

10.4.04
hér kemur restin....

Lamb kofta
500 g hakk
2 egg
1 og 1/4 bolli brauðmylsna
2 venjulegir laukar fínt saxaðir
2 msk fínt söxuð steinselja (flatlaufa)
1/2 tsk ground kanill
1 tsk ground cumin
1/2 tsk chili duft
2 tsk ground turmeric
1 tsk ground allspice (veit ekki hvað þetta er og sleppti því !!!)

Öllu blandað saman (í hrærivél eða mixara), hnoðað í litlar bollur/borgara og grillað/steikt

Sítrónukaka
Deig:
200 g kotasæla
200 g smjör
5 dl hveiti

Fylling:
200-250 g sykur
6 msk maisenamjöl
1/4 tsk salt
1/2 bolli kalt vatn
1/2 bolli sítrónusafi
3 eggjarauður
2 msk smjör
1 tsk rifið sítrónuhýði

Marens:
3 eggjahvítur
1/4 tsk cream of tartar (ég sleppti þessu)
6 msk sykur

Hnoðið saman smjöri, kotasælu og hveiti. Kælið. Hitið ofninn í 200°C. Fletjið deigið út og klæðið bökumót að innan með því. Pikkið botninn vel með gaffli. Bakið í u.þ.b. 10-15 mín. Lækkið hitann í 175°C. Hitið saman í potti sykur, maisenamjöl, salt, vatn og sítrónusafa. Bætið eggjarauðum í og blandið vel, bætið smöri út í. Hitið að suðu og látið sjóða í um 1 mín, hræðið allan tímann. Hellið heitri hrærunni í deigskelina. Þeytið eggjahvítur (með cream of tartar), bætið sykrinum út í smátt og smátt. Setjið hvíturnar yfir heita fyllinguna og þrýstið þeim að deigbrúninni. Bakið í 10-15 mín. Kælið í allt að 2 klst. áður en borið fram.


þar hafiði það!!!



|Katrin| 7:51 e.h.|
|

------